póstlistinn

það eru smá byrjunarörðugleikar með póstlistann en það ætti að fara að rætast úr því fljótlega vonandi, þið verðið vör við það þegar pósturinn fer að berast.

Annars bara rólegt í ættinni, hef ekki séð neina í fjölmiðlum lengi...hvernig væri að einhver léti sjá sig þar! hehe


Er ættin að yfirtaka fjölmiðla? hehe

það mætti halda að ættin væri að yfirtaka fjölmiðlana, að minnsta kosti eru þeir reglulega í einhverjum af þeim.  Í kvöld sló Gurra í gegn en hún var í röðinni í Kópavog!  Ég var í smá röð í Hafnarfirði en hitti ekki Gurru í Kópavoginum en ég komst nokkuð örugglega þar í gegn hehe. En bara gaman að þessu. 

Endilega hafið í huga sögur sem væri hægt að setja hérna inn...reyna að halda lífi í þessu!


Ekki seinna vænna

er ekki kominn tími til að gera skoðanakönnun fyrir 2011 hehe LoL  Bara svona til að halda smá lífi í síðunni.  Síðan er ég að vinna ennþá í póstlistanum, er í smá tilraunastarfsemi og síðan gerist þetta allt í næstu viku á ég von á!

Einnig væri gaman að heyra af fleiri myndum, veit að miklu fleiri voru með myndavélar! Whistling 

ef þið viljið koma einhverju hérna inn endilega látið mig vita, allir pistlar velkomnir, væri jafnvel gaman að setja hér inn sögur af ættingjum, langömmu og langafa og svona, veit það eru fullt af fólki sem getur sagt skemmtilegar sögur. 

kveðja Halla


Nýjar myndir

var að fá sendar myndir frá honum Lárusi og setti ég þær inná síðuna hjá mér og er hægt að sjá þær hér.  Ég er að að vinna í póstlistanum og ætti þetta að vera komið fljótlega eftir helgi þannig að ef þið vitið um fleiri sem vilja vera með á póstlistanum þá endilega senda mér upplýsingar um það.   Þangað til næst!  kveðja Halla

póstlisti

jæja maður er nú ennþá á fullu í einhverju tengt ættarmótinu.  Nú er komið að því að virkja netföngin sem fólk skráði á blaðið yfir matnum.  Ég er að vinna í að búa til póstlista og mun senda ykkur boð á þennan póstlista og þá er hægt að senda póst á alla sem eru þátttakendur í póstlistanum.  Þannig að ef þið fáið póst frá  vididalsa@yahoo.com þá er ég að senda ykkur boð á póstlistann sem er með netfangið vididalsa@yahoogroups.com  reyni að hafa þetta einfalt.  Fáið svo lykilorðið sent í tölvupósti til að skoða þetta....held þetta virki svona. Hef aldrei gert þetta áður en þið takið viljann fyrir verkið og ég geri mitt besta Undecided  kemur allt í ljós svona þegar þetta fer að virka. Þannig að endilega ef það eru einhverjir sem voru ekki á ættarmótinu en vilja vera með í þessum póstlista þá endilega látið mig vita og ég sendi ykkur boð. Því fleiri því skemmtilegra! 

kveðja í bili Halla. 

p.s eru fleiri að setja myndir á netið??

las yfir það sem ég skrifaði...skildi það varla sjálf en vonandi skilur þetta einhver hehe Halo


Fleiri myndir

Veit að Mundi er búinn að setja inn nokkrar myndir. Kíkið endilega!  Eru fleiri komnir með myndir á netið! Endilega látið okkur vita.  tölvupósturinn minn er hallajons@islandia.is  

kveðja Halla


TAKK!

Jæja þá er maður komin heim eftir FRÁBÆRA helgi!  Ég vil byrja á því að þakka öllu fyrir þessa meiriháttar helgi, ég skemmti mér alveg konunglega og ég vona nú svo sannarlega að allir aðrir hafi gert það líka.  Wink  Mér sýndist það nú reyndar.  Ég ætla nú að stikla á stóru hérna hvernig þetta gekk fyrir sig.   Ég veit það voru nokkrir mættir á föstudagskvöldið og var góð stemming á staðnum þá, ég kom reyndar ekki fyrr en á laugardagasmorgun.   Ég verð að segja þegar ég mætti að þá var fín stemming á staðnum.  Það var komið að því að grilla dýrindis mat sem Palli Þorgeirs kom með og bauð uppá og var komið flott grillteymi á svæðið. 

GenerateImageWatermark

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þau stóðu sig eins og hetjur og grilluðu ofaní um 70 manns.  Svo var nú nýtt grillteymi svo tók við eftir einhvern tíma.  En þetta tók nú góðan hluta af deginum og síðan eftir matinn var fólk að spjalla og kynnast.  Það var nú smá undirbúningur eftir þegar maður mætti á svæðið því ekki mundi maður eftir öllu sem átti að gera áður en mætt var.  En það reddaðist allt saman svona rétt fyrir matinn.  Búið var að setja upp þetta fína hljóðkerfi sem við leigðum fyrir matinn og veitti nú ekki af svon veislustjórinn gæti náð að yfirgnæfa spjallið hjá ættingjunum því mikið var spjallað.  En veislustjóri kvöldsins var Þorgeir Pálsson og á hann þakkir fyrir góða veislustjórn.  En það var Lárus sem byrjaði á því að bjóða fólk velkomið og þakka nefndinni fyrir góð störf og síðan var Páli Þorgeirs þakka fyrir þetta dýrindis mat sem var í hádeginu.  Síðan upphófust hin ýmiss skemmtiatriði, maturinn borðaður og fólk að spjalla og skemmta sér.  Ræðumaður kvöldsins var Páll Gestsson sem sagði frá lífinu á Víðidalsá og var mjög gaman að hlusta á það.  Það verður bara að skoða myndir til að sjá stemminguna sem var gífuleg.  Set hér inn slóð á eftir á nokkrar myndir. 

Eftir borðhaldið var haldið inní annan sal og var þar búið að koma upp þessu fína diskóteki og byrjaði stemmingin strax.  Fólk þaut útá gólfið og sýndi ýmsa góða takta.   Síðan var spjalla og drukkið fram á nótt.  Þau á Hótel Eldborg muna ekki eftir öðru eins skemmtilegu ættamóti eins og okkar, allt gekk svo vel og allir svo glaðir og ánægðir og bara já við erum FLOTTUST!  en ekki hvað! hehe  Grin  Ég játa það nú að það var smá þreyta í minni þegar ég kom heim og þurfti ég aðeins að halla augnlokunum! 

Veðrið já:  það var flott...sól allan tímann með smá golu og svo í nótt var þetta fína rok! En hlýtt. 

Ef fólk vill koma einhverju hérna fram þá getur það sent mér pistla og ég sett þá hérna inn, það væri gaman að fá frá öðrum eitthvað um hvernig þeim fannst helgin.  Spurning hvort við ættum ekki að fá ræðu hjá honum Palla frænda og setja hana hérna inn. Það væri gaman fyrir þá sem komust ekki á þetta geðveika góða ættarmót. 

Svo var það niðjatalið sem hann Hreinn sá um, hann fær miklar þakkir fyrir vel unnið niðjatal sem var selt á útsöluverði.

Ég held ég hafi nú munað eftir svona flestu...en endilega segjið ykkar skoðun.  Já það var valið að hluta í nýja nefnd, það vantar ennþá fulltrúa frá einhverjum.  Hér er hægt að sjá mynd af fjórum meðlimum nýju nefndarinnar og þeir sem eiga ekki ennþá fulltrúa endilega hafið samband og bjóðið ykkur fram. Nefndin var sett saman núna af fólki sem hefur mikinn áhuga og vilja til að halda næsta ættarmót sem ákveðið var að halda eftir fjögur ár.  Þannig að það verður árið 2011 sem næsta ættarmót verður haldið og er undirbúningur strax kominn af stað! hehe Halo  Á myndinni eru frá vinstri: Halla (dóttir Ínu), Guðrún Þorgerður (dóttir Ágúst), Guðrún (dóttir Lárusar) og Ólafía (dóttir Ara).  Einnig er með á myndinni hún Lára Rut. 

GenerateImageWatermark

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Læt þetta duga í bili og hérna er slóð á myndir sem ég tók um helgina:  Myndir

kveðja og takk fyrir mig!  Halla


Dagskrá

Kæru ættingjar!
Hér koma einhver drög að dagskrá.  Þetta verður nú dáldið opið svo fólk hafi tíma til að spjalla og kynnast.  Geri einnig ráð fyrir því að við finnum okkur eitthvað skemmtilegt að gera á laugardeginum með krökkunum ef áhugi er fyrir hendi.    Niðjatal verður hægt að kaupa á staðnum og kostar það 1000 kr.

Kl. 12:00/12:30 
        Allir mættir með góða skapið og verður boðið uppá dýrindis Grillveislu í boði Palla frænda (þannig að nauðsynlegt að mæta á réttum tíma)

Eftir Grill:
  • Leikir með krökkum
  • Fara í sund
  • Spjalla og kynnast ættingjum
  • Spurning að kíkja í tjöld og athuga hvort einhver liggji í leti!  LoL

Fyrir kl 17:00
        Gera upp matinn við hótelið svo maturinn gangi snuðrulaust fyrir sig og án truflunar.  Kvöldverður kostar kr. 3000 fyrir 12. ára og eldir, 1500 kr fyrir 6 - 12 ára og síðan frítt fyrir 0 - 6 ára.

Kl. 19:00
        Kvöldverður hefst.  Matseðill hljómar svona:
  • Sveppasúpa í forrétt
  • 3 tegundir af kjöti í aðalrétt (hrefnukjöt, folaldalundir og lambakjöt) Ætli fólk velji ekki þegar það borgar...geri ég ráð fyrir, gleymdi að spyrja að því.
  • Súkkulaðikaka í eftirrétt


Á meðan kvöldverður er verður boðið uppá nokkur skemmtiatriði og fleira skemmtilegt.

Kl. 22:00 (svona sirka)
        Á dagskrá að bjóða uppá smá diskó friskó


Þannig að þá er bara að koma með góða skapið, góða veðrið og söngröddina því það verður sungið! svo mikið er víst Grin


veðrið

já það er stóra spurningin í dag hvernig veðrið verður á ættarmótinu...ég er aðvitað farin að kíkja á langtímaspá og eru þær nú misjafnar....en á mbl.is þá lítur út fyrir þurrt veður en skýjað á laugardaginn en á vedur.is er gert ráð fyrir smá skúrum eða súld.  Við skulum nú bara vona að mbl. hafi rétt fyrir sér núna. Ef einhverjir eru með betri spá þá endilega láta vita af því, erum við ekki innanbúðarmann í veðrinu Grin hann kannski býr bara til gott veður!

Annars er allt í fína að frétta...ég sendi líklega drög að dagskrá til nefndarinnar í kvöld og þau senda það áfram til ykkar.  Set það líka hérna inn. 

þangað til næst...dönsum sólardansinn Sideways


Vika til stefnu!

Jæja eru ekki allir farnir að æfa söngröddina?  Eru ekki allir farnir að æfa fótafimina? Ég ætla rétt að vona það því við þurfum á því að halda.  Miðað við fund nefndarinnar á síðasta fimmtudagskvöld er gert ráð fyrir miklu stuði. 

Það kemur inn dagskrá hérna mjög fljótlega, ég er að bíða eftir smá svari frá Hótel Eldborg um nokkuru atriði sem ég ætla að láta hérna inn með dagskránni. 

Fyrir þá sem komast ekki á ættarmótið en langar kannski að eignast niðjatal/ættartal þá verður örugglega hægt að nálgast það og mun það kostar 1000 kr.  Ekki er nú hægt að segja að það sé mikið fyrir svona flotta ætt  Grin 

Mæting verður þokkaleg en gert er ráð fyrir á milli 80 - 85 manns... sem verður nú að teljast gott og er markmiðið að það verði helmingi fleiri á næsta ættarmóti...hljótum að vera svo mörg Happy hehe

Læt þetta duga í bili...læt heyra í mér fljótlega með drög að dagskrá en þangað til farið að æfa einhverja fallega söngva, fjörug dansspor og síðast en ekki síst einhver skemmtileg skemmtiatriði!

kveðja Halla

p.s sá í gestabókinn að það var fyrirspurn um kostnað, set það hérna inn aftur:

 

Ø      2ja manna herb.               8.800

Ø      eins manns herb.              6.500

Ø      Aukarúm                         2.500

Ø      Svefnpokapláss                 2.500

Ø      Tjaldstæði (per pers)          750

Ø      Sundlaug                           350

Ø      Morgunverður                  1.000

Ø      Kvöldverður (3ja rétta)      3.000 fyrir 12 ára og eldri, 1500 kr fyrir 6 - 12 ára og frítt fyrir 0 - 5 ára

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband