Vika til stefnu!

Jæja eru ekki allir farnir að æfa söngröddina?  Eru ekki allir farnir að æfa fótafimina? Ég ætla rétt að vona það því við þurfum á því að halda.  Miðað við fund nefndarinnar á síðasta fimmtudagskvöld er gert ráð fyrir miklu stuði. 

Það kemur inn dagskrá hérna mjög fljótlega, ég er að bíða eftir smá svari frá Hótel Eldborg um nokkuru atriði sem ég ætla að láta hérna inn með dagskránni. 

Fyrir þá sem komast ekki á ættarmótið en langar kannski að eignast niðjatal/ættartal þá verður örugglega hægt að nálgast það og mun það kostar 1000 kr.  Ekki er nú hægt að segja að það sé mikið fyrir svona flotta ætt  Grin 

Mæting verður þokkaleg en gert er ráð fyrir á milli 80 - 85 manns... sem verður nú að teljast gott og er markmiðið að það verði helmingi fleiri á næsta ættarmóti...hljótum að vera svo mörg Happy hehe

Læt þetta duga í bili...læt heyra í mér fljótlega með drög að dagskrá en þangað til farið að æfa einhverja fallega söngva, fjörug dansspor og síðast en ekki síst einhver skemmtileg skemmtiatriði!

kveðja Halla

p.s sá í gestabókinn að það var fyrirspurn um kostnað, set það hérna inn aftur:

 

Ø      2ja manna herb.               8.800

Ø      eins manns herb.              6.500

Ø      Aukarúm                         2.500

Ø      Svefnpokapláss                 2.500

Ø      Tjaldstæði (per pers)          750

Ø      Sundlaug                           350

Ø      Morgunverður                  1.000

Ø      Kvöldverður (3ja rétta)      3.000 fyrir 12 ára og eldri, 1500 kr fyrir 6 - 12 ára og frítt fyrir 0 - 5 ára

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

muna að kvitta fyrir heimsóknina :) sé það hafa 14 kíkt hér í dag. kv Halla

Halla (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 20:10

2 identicon

hæ hæ - já, ég kíki hér nokkrum sinnum en ekki kvittað  ég óska ykkur bara góðrar skemmtunar - við fjölskyldan komum ekki í þetta skiptið - en vonandi bara næst

 bestu kveðjur - Kristbjörg Pálsdóttir

Kristbjörg (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 13:33

3 identicon

Danaveldið hafði yfir höndina hjá mér og minni fjölskyldu svo ég óska ykkur góðra skemmtun um helgina.og vona að veðrið leiki við ykkur.'Astarkveðjur Dísa Gests.

valdis (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband