Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu. Athugasemdir þeirra birtast strax og ekki þarf að staðfesta uppgefið netfang.

Gestir:

Ættarmót

Hæ þakka fyrir frábæra helgi gaman að sjá hvað allir voru glaðir og skemmtu sér vel þannig eiga ættarmót að vera Páll Gestsson

Páll Gestsson (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 13. ágú. 2007

Kostnaður

Hæ. Sé að ekki eru allir með upplýsingar um kostnað. Það kom inn skeyti hér frá Höllu strax í upphafi um kostnað á mat og eins voru allar upplýsingar um verð á gistingu í tölvupósti sem átti að ganga hratt og örugglega á milli manna. Set þetta því allt inn hér - já og spurning hvort að Halla setji þetta ekki allt saman aftur inn sem færslu inn í bloggið: Gisting í 2ja manna herb. 8.800 Gisting í eins manns herb. 6.500 Aukarúm 2.500 Svefnpokapláss 2.500 Tjaldstæði (per pers) 750 Sundlaug 350 Morgunverður 1.000 Kvöldverður (3ja rétta) 3.000 (1500kr fyrir 6-12 ára og frítt fyrir yngri en 6 ára). Kveðja Guðrún Lárusdóttir

Gurra (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 2. ágú. 2007

kosnaður

halló!! eru einhverjar tölur komnar um kosnað. t.d. hvað maturinn kostar(bæði fyrir börn og fullorna),tjaldstæðið og ættartalið. svo er bara vonum við að sólin skíni á okkur og allir mæti með góða skapið. kveja Ragnheiður

Ragnheiður (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 1. ágú. 2007

Afkomendur Stínu

Hæ, Gurra hér. Við hérna á okkar væng "erum að vinna í´essu" eins og sagt er. Ekki alveg komin endanleg tala á mætingu, fer aðeins eftir röðun búverka á norðurlandinu. Öruggir eru þó 7 fullorðnir og 3 börn. Við erum þó búin að setja saman okkar skemmtiatriði. Eins átti eftir að skipa veislustjóra og ræðumann kvöldsins var það ekki? Kveðja Gurra

Gurra (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 1. ágú. 2007

Góð hugmynd

Sæl Gurra ég var einmitt að spá í því í gær hvort að það væri ekki slatti af ættingjum sem væru með síður og væri hægt sð setja þá hérna til hliðar í tengla. Ég skal bara setja þetta inn núna og gaman væri að fá fleiri! :) kv Halla

Halla (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 19. maí 2007

Góðan daginn

Jæja, nú styttist í næsta fund hjá nefndinni góðu - er hann ekki á mánudagskvöldið? Ég heyri ekki betur en að það sé ágætur "stemmari" fyrir ættarmótinu eins og sagt er. Mótið heppnaðist amk vel á Hólum og því er ekki við öðru að búast en að þetta mót takist jafn vel, ef ekki betur. Ég mun amk mæta með mína fjölskyldu, veit líka að pabbi og mamma ætla að mæta. Mætti síðan ekki virkja "linkana" hér inn á þessari síðu og setja linka yfir á hinar og þessar heimasíður sem fólk hér í þessari merku fjölskyldu heldur úti? Kveðja Gurra (dóttir Lárusar og Ruthar)

Gurra (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 19. maí 2007

Kveðja frá Ínu Gestsd [Gestur Pálsson]

Sæl öll sömul. Er farin að hlakka til að hitta ykkur á ættarmótinu í sumar, það fer að koma fréttir frá okkur bráðleg sem eru í nefndinni en við erum voða róleg fyrir þessu (þetta kemur allt saman) :) en það er nú gaman ef þið látið okkur vita hverjir komast á ættamóti til dæmis hér með því að skrifa í gestabókina. Fundur í næstu viku hjá okkur heima hjá Lárusi gaman gaman. Jæja læt þetta vera nóg í dag. PS. það styttist í ættamótið, sjáumst kær kveðja til ykkar Þorsteinsina Guðrún Gestsdóttir

Kveðja frá Ínu Gests (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 19. maí 2007

Kveðja frá Hólmavík

Heil og sæl öll sömul.Líst vel á ættarmótið í sumar og vonadi koma sem flestir. Bíst við að koma Bið að heilsa öllum kveðja Ingimundur Pálsson Síða http://www.123.is/mundipals/

Ingimundur Pálsson (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 19. maí 2007

Rétt að kíkja!

Heil og sæl. Ég var nú bara rétt að kíkja á síðuna og skoða gestabókina!!! Ég sé að fólk er eitthvað feimið við að skrifa í hana miðað við fjölda heimsókna á síðuna! En sumarið er handan við hornið og ég vona bara að það verði gott, þá sér í lagi ættarmótshelgina! Kv. Bjarkey Sigurðardóttir

Bjarkey Sigurðardóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 7. maí 2007

Kveðja frá Hornafirði.

Heil og sæl öll sömul.Líst vel á ættarmótið í sumar og vonadi koma sem flestir.Ég geri ráð fyrir að mæta með mína fjölskyldu.Og ætlum við að vera í tjaldi. Kveðja Ragnheiður

Ragnheiður S Gestsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 6. maí 2007

Hverjir kíkja hér

Gaman væri nú ef einhverjir myndum skrifa hérna..maður hefur áhyggjur að það sé enginn í þessari ætt :) hehe kv Halla

Halla (Óskráður), mán. 2. apr. 2007

Kveðja frá Lárusi Ingólfssyni

Sælt veri fólkið. Vonandi verður góð þátttaka hjá okkur frændfólkinu í sumar. Ég var að panta gistingu fyrir okkur Ruth og hlakka til að sjá ykkur sem flest. Með góðri kveðjur, Lárus.

Lárus Ingólfsson (Óskráður), mið. 14. mars 2007

Kveðja úr Kópavoginum!

Góða kvöldið. Frábært framtak að koma á nýju ættarmóti. Ég geri ráð fyrir að mæta með mig og mína. Það verður gaman að fylgjast með hér inni hvernig málin þróast fram að ættarmóti. Kveðja Gurra (Guðrún Lárusdóttir Ingólfssonar)

Guðrún Lárusdóttir (Óskráður), mán. 5. mars 2007

Kveðja að norðan!

Heil og sæl öll sömul. Mér líst ljómandi vel á ættarmótshittinginn í sumar og geri að sjálfsögðu ráð fyrir því að koma með mína fjölskyldu. Bestu kveðjur norðan úr Eyjafjarðarsveit, Bjarkey (Sigga-dóttir í Gröf (Stínu og Ingólfsson))

Bjarkey Sigurðardóttir (Óskráður), mán. 5. mars 2007

Ína

Hæ hæ þetta er flott hjá þer það hefur komi 34 inn á síðuna og aðeins 2 skrifa inn á gestabókina,það væri nú gaman að sjá fleiri kvitta,jæja ættingar láti nú heyra frá ykkur og sjáust á ættamótinu í ágúst.Kær kveðja Ína Gests

Ína (Óskráður), fös. 2. mars 2007

líst vel a þetta

ekki galin hugmynd hja ikkur kv örn þór

örn þór (Óskráður), fim. 1. mars 2007

Góð byrjun

Stendur þig vel systir :) kv. Helena

helena (Óskráður), þri. 27. feb. 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband