Fyrsti nefndarfundur haldinn 12. október 2010

Sæl öll frábæra fólk! :)

fyrir hönd ættarmótsnefndar þá sendi ég ykkur stutt skilaboð núna. En fyrsti fundur var haldinn núna í kvöld og til fróðleiks fylgja hér með nöfn nefndarmanna:
Halldóra Þ. Jónsdóttir (Halla)
Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir
Guðrún Lárusdótir (Gurra)
Ólafía Aradóttir
Kolbrún Pálsdóttir
Frosti Jónsson

Endilega fylgist hér með næstu vikur og mánuði því stefnt er að því að dagsetning og staðsetning liggi fyrir sem fyrst. Sem sagt allt komið á fullt! Þá geta allir tekið dagsetninguna frá fyrir næsta sumar! Verður besta ættarmót ever sko! ;)

Já síðan má ekki gleyma að hvetja alla til að leita uppi ættingja og benda þeim á þennan hóp hérna og fjölga...við erum pottþétt fleiri á fésinu! ekki satt.

I know there are people here that don´t live in Iceland and icelandic is not their first language so here is very short translation:)
we have had our first meeting in prepearing a family meeting next summer and the names that is here are the name of the people that will be do the work..at least to start with and the all the great people in the family will do the rest! :) So just look here on this site and soon there will be dates and place for next summer so everybody can start to plan to go there! :)

Hlakka til að sjá ykkur öll næsta sumar / Looking forward to see you all next summer :)

fyrir hönd nefndarinnar

Halla


Nefndin að lifa við....

Já ekki veitir af því að hún lifni við enda styttist í næsta ættarmót! :) Það er á dagskrá að halda næsta mót sumarið 2011. Allar fréttir verða setta hérna inn, við höldum þessari síðu lifandi og einnig á Facebook, þannig að allir geti fylgst með.

Væri gaman að heyra frá ykkur hvernig stemmingin er fyrir næsta ættarmót! :) 

kv Halla


Facebook

Nú höfum við komið okkur upp hóp á Facbook og er gaman að segja frá því að margir eru komnir þar inn og fer fjölgandi. En það þýðir ekki að þessi síða verði látin detta niður...en það er bara rólegt eins og er en ætti að lifna yfir henni þegar nær dregur ættarmóti. Smile

Þannig að ef það eru einhverjir sem ekki eru komnir í hópinn á facebook þá endilega kíkið á okkur þar líka. 

 kv Halla


Lítil að gerast...

Það er lítið að gerast þessa dagana...maður rifjar aðeins upp atganginn við undirbúninginn á síðasta ári og var hann bara nokkuð skemmtilegur Grin  Svo er það spurning hvenær næsti undirbúningur hefst....þarf ekki að fara að halda fund hehehe LoL 
Ef það eru einhverjar fréttir úr ættinni þá endilega látið mig vita...langar endilega að halda þessari síðu aðeins lifandi.  Set kannski inn myndir annað slagið til að rifja upp hvað var skemmtilegt. 

kveðja Halla.  

p.s ein mynd svona í lokin...

DSCF5814


Flottar frænkur!

Það er óhætt að segja að við eigum flottar frænkur og ekki eru foreldrar þeirra síðri.  Endilega þeir sem misstu af viðtalinu við Snædísi, Áslaugu  og foreldra þeirra að kíkja á það á vef www.ruv.is  og þar er hægt að skoða Kastljósið frá því í kvöld. 


Líður að jólum

 

 1christmas24-thumb

Það sem það líður að jólum þá ætla ég að setja hér inn jólakveðju til allra ættingja og þakka fyrir síðast. Við sjáumst svo vonandi hress fljótlega og verum dugleg að pikka í hvort annað ef við sjáumst...því við erum svo mörg og maður man kannski alveg eftir öllum andlitum! Smile 

´ 1christmas16-thumb                                                                                  

Gleðileg jól og farsælt komandi ár!  

 

                                                                            1christmas41-thumb


Tónleikar

fimmitango

Fékk þetta sent í tölvupósti.  Langaði að setja þetta inn hérna svo fólk vissi nú af þessu (vona að það sé í lagi að setja þetta hérna)..spurning bara hvort einhver kíki hérna inn Wink  Sé að þetta sést ekki mjög vel þannig að set smá texta líka með en þessir tónleikar er á þrem stöðum:

Borgarnes - Landnámssetur:  18. nóvember kl 16:00. Miðasala við innganginn og í síma 437 1600

Reykjanesbær - Bíósal Duushúsa: 19. nóvember kl 20:30. Miðasala við innganginn

Reykjavík - Iðnó: 20. nóvember kl 20:30. Miðasala við innganginn og í síma 562 9700

Miðaverð 1000 kr.

Ágúst Ólafsson söngur

Kristín Lárusdóttir selló

Íris Dögg Gísladóttir fiðla

Ástríður Alda Sigurðardóttir píanó

Tatu Kantomaa harmónika


Lítið að gerast

ákvað nú aðeins að setja nokkur orð hérna inn.  Það er rólegt eins og er.  Ég hef ekki séð neina ættingja slá í gegn í sjónvarpinu nýlega að minnsta kosti sem ég veit af Smile   Ég sé að það eru nú ekki margir að kíkja hérna undanfarið.  Ég hef ekki haft tíma fyrir póstlistadæmið en þarf að fara að drífa í því...það er allt mér að kenna...tek það alveg á mig, þetta hefur ekki alveg virkað eins og ég vildi og þess vegna gekk þetta ekki strax.  En vinn í þessu í vetur....  væri nú gaman að sjá smá kvitt frá þeim sem kíkja hér ennþá. 

Nýjar myndir

Það eru komnar fleiri myndir frá ættarmótinu í ágúst.  Ég fékk myndir hjá Ragnheiði og Bjössa á Höfn og setti þær inná síðuna hjá mér. hér er linkur á þær: http://www.123.is/album/display.aspx?fn=hallajons&aid=412394  Endilega kíkið á þær.

Ég er ennþá að vinna í póstlistanum og biðst velvirðingar hvað þetta gengur hægt....en þetta mun koma Blush  Er að skoða hvernig þetta virkar allt saman...ekki alveg sátt með það. 

Annars er bara rólegt í ættinni að minnsta kosti hefur róast innlitið hérna inn, en vonandi er fólk nú aðeins að kíkja til að halda þessu lifandi. 

Amma Dóra hélt uppá 80 ára afmælið sitt á síðustu helgi og er hægt að skoða myndir þaðan á síðunni minni (www.123.is/hallajons) og var þetta rosalega gaman. Það mættu allir nema sonur Valdísar frænku sem býr í Noregi.

Endilega látið vita af ykkur og ef eitthvað er að gerast látið mig vita og ég kem því hérna á síðuna.  hallajons@islandia.is  

kveðja í bili Halla sem er lasin heima


Gunnar Valur

mín klikkaði núna....auðvitað fer ættin ekki að klikka á því að láta sjá sig í fjölmiðlum.  Ég meirað segja horfði á leikinn afþví að Gunni Valur var að spila...beið alltaf eftir því að sjá hann og er ég nú ekki mikið að horfa á fótbolta svona dags daglega LoL  Flottur frændi sko!  Ekki leiðinlegt að þeir skyldu vinna leikinn.  Biðst velvirðingar á því að klikka á svona stóratriði...sérstaklega þar sem ég horfði á! hehe mar getur nú verið biluð! 

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband