Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Tónleikar

fimmitango

Fékk þetta sent í tölvupósti.  Langaði að setja þetta inn hérna svo fólk vissi nú af þessu (vona að það sé í lagi að setja þetta hérna)..spurning bara hvort einhver kíki hérna inn Wink  Sé að þetta sést ekki mjög vel þannig að set smá texta líka með en þessir tónleikar er á þrem stöðum:

Borgarnes - Landnámssetur:  18. nóvember kl 16:00. Miðasala við innganginn og í síma 437 1600

Reykjanesbær - Bíósal Duushúsa: 19. nóvember kl 20:30. Miðasala við innganginn

Reykjavík - Iðnó: 20. nóvember kl 20:30. Miðasala við innganginn og í síma 562 9700

Miðaverð 1000 kr.

Ágúst Ólafsson söngur

Kristín Lárusdóttir selló

Íris Dögg Gísladóttir fiðla

Ástríður Alda Sigurðardóttir píanó

Tatu Kantomaa harmónika


Lítið að gerast

ákvað nú aðeins að setja nokkur orð hérna inn.  Það er rólegt eins og er.  Ég hef ekki séð neina ættingja slá í gegn í sjónvarpinu nýlega að minnsta kosti sem ég veit af Smile   Ég sé að það eru nú ekki margir að kíkja hérna undanfarið.  Ég hef ekki haft tíma fyrir póstlistadæmið en þarf að fara að drífa í því...það er allt mér að kenna...tek það alveg á mig, þetta hefur ekki alveg virkað eins og ég vildi og þess vegna gekk þetta ekki strax.  En vinn í þessu í vetur....  væri nú gaman að sjá smá kvitt frá þeim sem kíkja hér ennþá. 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband