TAKK!

Jæja þá er maður komin heim eftir FRÁBÆRA helgi!  Ég vil byrja á því að þakka öllu fyrir þessa meiriháttar helgi, ég skemmti mér alveg konunglega og ég vona nú svo sannarlega að allir aðrir hafi gert það líka.  Wink  Mér sýndist það nú reyndar.  Ég ætla nú að stikla á stóru hérna hvernig þetta gekk fyrir sig.   Ég veit það voru nokkrir mættir á föstudagskvöldið og var góð stemming á staðnum þá, ég kom reyndar ekki fyrr en á laugardagasmorgun.   Ég verð að segja þegar ég mætti að þá var fín stemming á staðnum.  Það var komið að því að grilla dýrindis mat sem Palli Þorgeirs kom með og bauð uppá og var komið flott grillteymi á svæðið. 

GenerateImageWatermark

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þau stóðu sig eins og hetjur og grilluðu ofaní um 70 manns.  Svo var nú nýtt grillteymi svo tók við eftir einhvern tíma.  En þetta tók nú góðan hluta af deginum og síðan eftir matinn var fólk að spjalla og kynnast.  Það var nú smá undirbúningur eftir þegar maður mætti á svæðið því ekki mundi maður eftir öllu sem átti að gera áður en mætt var.  En það reddaðist allt saman svona rétt fyrir matinn.  Búið var að setja upp þetta fína hljóðkerfi sem við leigðum fyrir matinn og veitti nú ekki af svon veislustjórinn gæti náð að yfirgnæfa spjallið hjá ættingjunum því mikið var spjallað.  En veislustjóri kvöldsins var Þorgeir Pálsson og á hann þakkir fyrir góða veislustjórn.  En það var Lárus sem byrjaði á því að bjóða fólk velkomið og þakka nefndinni fyrir góð störf og síðan var Páli Þorgeirs þakka fyrir þetta dýrindis mat sem var í hádeginu.  Síðan upphófust hin ýmiss skemmtiatriði, maturinn borðaður og fólk að spjalla og skemmta sér.  Ræðumaður kvöldsins var Páll Gestsson sem sagði frá lífinu á Víðidalsá og var mjög gaman að hlusta á það.  Það verður bara að skoða myndir til að sjá stemminguna sem var gífuleg.  Set hér inn slóð á eftir á nokkrar myndir. 

Eftir borðhaldið var haldið inní annan sal og var þar búið að koma upp þessu fína diskóteki og byrjaði stemmingin strax.  Fólk þaut útá gólfið og sýndi ýmsa góða takta.   Síðan var spjalla og drukkið fram á nótt.  Þau á Hótel Eldborg muna ekki eftir öðru eins skemmtilegu ættamóti eins og okkar, allt gekk svo vel og allir svo glaðir og ánægðir og bara já við erum FLOTTUST!  en ekki hvað! hehe  Grin  Ég játa það nú að það var smá þreyta í minni þegar ég kom heim og þurfti ég aðeins að halla augnlokunum! 

Veðrið já:  það var flott...sól allan tímann með smá golu og svo í nótt var þetta fína rok! En hlýtt. 

Ef fólk vill koma einhverju hérna fram þá getur það sent mér pistla og ég sett þá hérna inn, það væri gaman að fá frá öðrum eitthvað um hvernig þeim fannst helgin.  Spurning hvort við ættum ekki að fá ræðu hjá honum Palla frænda og setja hana hérna inn. Það væri gaman fyrir þá sem komust ekki á þetta geðveika góða ættarmót. 

Svo var það niðjatalið sem hann Hreinn sá um, hann fær miklar þakkir fyrir vel unnið niðjatal sem var selt á útsöluverði.

Ég held ég hafi nú munað eftir svona flestu...en endilega segjið ykkar skoðun.  Já það var valið að hluta í nýja nefnd, það vantar ennþá fulltrúa frá einhverjum.  Hér er hægt að sjá mynd af fjórum meðlimum nýju nefndarinnar og þeir sem eiga ekki ennþá fulltrúa endilega hafið samband og bjóðið ykkur fram. Nefndin var sett saman núna af fólki sem hefur mikinn áhuga og vilja til að halda næsta ættarmót sem ákveðið var að halda eftir fjögur ár.  Þannig að það verður árið 2011 sem næsta ættarmót verður haldið og er undirbúningur strax kominn af stað! hehe Halo  Á myndinni eru frá vinstri: Halla (dóttir Ínu), Guðrún Þorgerður (dóttir Ágúst), Guðrún (dóttir Lárusar) og Ólafía (dóttir Ara).  Einnig er með á myndinni hún Lára Rut. 

GenerateImageWatermark

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Læt þetta duga í bili og hérna er slóð á myndir sem ég tók um helgina:  Myndir

kveðja og takk fyrir mig!  Halla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæru ættingjar.

Takk kærlega fyrir afar skemmtilegt ættarmót - segi eins og dóttir mín Lára Ruth - þetta var alveg "svakalega skemmtilegur dansleikur"!

Við í ættarmótsnefndinni nýju erum með það að markmiði að gera enn betur eftir fjögur ár. Það er nú þegar búið að leggja niður helstu línur og strax byrjað að skipuleggja skemmtiatriðin :)

Eins voru nöfn á hinum og þessum nefnd, sumsé nöfn á frænkum og frændum í öðrum ættbogum sem hugsanlega væru til í að vinna með okkur í þessari nýju nefnd. Þið sem hafið áhuga - látið okkur endilega vita.

Kær kveðja og enn og aftur takk fyrir síðast

Gurra (dóttir Lárusar og Ruthar)

Gurra o.fj. (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband