Nú styttist hratt!

jæja það er alveg að skella á ættarmót! mikið verður það nú gaman og verst fyrir þá sem missa af því Grin  En já það verður fundur hjá nefndinni á morgun og verður þá bundinn lokahnykkur á þetta allt saman.  Svo byggist þetta á ykkur kæru ættingjar hvernig til tekst...þurfum auðvitað að muna eftir því að mæta með góða skapið og skemmtiatriði! já það má ekki klikka á því að koma með einhver skemmtiatriði til að skemmta sér og öðrum!  Wizard   minnir mig á það að mar á eftir að skoða eitthvað svoleiðis!! eins gott að klikka ekki fyrst maður er að segja öðrum að klikka ekki. 

En já ef það er eitthvað þá látið þið vita hérna og svo sjáumst við bara hress.  Ég set hérna inn einhverja punkta eftir fundinn á morgun svo þið getið fylgst með hvað er í gangi. 

þangað til síðar!  Halla sem bíður spennt eftir ættarmóti  Cool


jamm og jæja

Það er komið á hreint að það er stórt gasgrill á staðnum sem við getum notað (svo er spurning hvað er stórt!)  Þannig að það ætti að vera hægt að næra sig í hádeginu á laugardeginum. 

Síðan er það spurning með kvöldið.  Það þurfa að fara að berast svona nokkuð líklegar lokatölur fyrir það.  Ég veit það er alltaf einhver + eða -  en þurfum að vera eins nákvæm og mögulegt er í þeim málum.  Þurfum að láta þau vita líklegast í kringum mánaðarmótin hversu margir verða í kvöldmatnum.  Þannig að nú er kominn tími til að smala saman endalegum tölum.  Ég var komin með töluna 80 við síðustu talningu...við hljótum nú að ná þessu í 100! eða hvað? W00t  er ég að láta mig dreyma of mikið?

En næst á dagskrá hjá mér og minni fjölskyldu er að minnsta kosti ættarmót um næstu helgi og þar skylst mér að sé þegar komið um 170 manns í skráningu.  Þannig að þar fær maður smá sýnishorn hvað er hægt að gera...skal reyna að skrifa niður hugmyndir hehe Grin 

Þangað til næst   kveðja Halla

p.s setti inn svona smá könnun...bara til að athuga hvort fólk sé að kíkja hérna inn ennþá hehe


Styttist

Jæja þá styttist enn meir í ættarmótið.  Það ætti nú vera farið að skýrast hvernig þátttakan er og væri gott að fá einhverjar fréttir ef það hefur bæst við síðan síðast. 

Það hefur verið rólegt hérna undanfarið enda er fólk í sumarfríi og huggulegheitum. Ég er t.d búin að fara hringinn 1x og er stefnan tekin núna á Vestfjarðarhringinn í vikunni.  Síðan er það spurning með Hamingjudaga á Hólmavík sem eru eftir viku. 

Endilega haldið áfram að láta heyr í ykkur og ef þið vitið um fleiri tengla þá láta það flakka hér inn ég uppfæri það um leið og ég er í tölvusambandi í fríinu Wink 

 


smá upplýsingar

Ákvað að segja hérna inn smá tölur um fjölda hjá hverjum ættlið svona sirka bát...held ég sé með nokkuð réttar tölur.

Set nöfn tengiliða og fjöldann frá þeim eins og ég skráði það á fundinum 21. maí.

  • Ólafía - 13
  • Ína - 18
  • Sigmar - 8
  • Palli - 5
  • Lárus - 13
  • Ágúst - 22
  • Skúli - ekki komnar upplýsingar

Þannig að þetta er staðan eins og er...læt vita um leið og ég fær fleiri upplýsingar. 

Það er nú aðeins að lifna yfir þessari síðu og bara gaman að því, væri gaman að fá fleiri tengla inná síðuna. Hef heyrt af fleiri ættingjum með heimasíður eða blogg. 

kveðja úr sólinni!  Halla


Upplýsingar eftir nefndarfund

Þá er nefndin búin að halda fund og óhætt að segja að það hafi verið vel mætt.  Þarna voru mætt Ína, Ólafía, Lárus og Ruth, Ágúst, Sigmar og síðan mættu á fundinn Guðrún dóttir Lárusar og Kristbjörg dóttir Ágústs. (vona að ég sé nú með öll nöfnin rétt) já og ég var þarna víst líka, Halla.

Mikið var spjallað og fóru umræður reyndar um víðann völl t.d pólitíkina, ættfræði og fleira skemmtilegt.  En það voru ýmiss atriði ákveðin og ætla ég að reyna að koma þeim hérna niður og ef ég gleymi einhverju þá endilega látið mig vita og ég leiðrétti og bæti.

Ákveðið var meðal annars að:

  • ættarmótið hefst formlega á hádegi á laugardeginum 11. ágúst en fólk er hvatt til þess að mæta hress og kát á föstudagskvöldið og taka smá upphitun Halo
  • Eins og síðast þá hefst dagskráin með grillmat sem Palli Þorgeirs ætlar að útvega
  • Síðan verður einhver skipulögð dagskrá meðal annars fyrir börnin og síðan fær fólk góðan tíma til að spjalla og auðvitað kynnast nánar.
  • Það verður síðan hægt að skella sér í sund fyrir kvöldmatinn er áætlað er að hefja hann um kl 19:00 og verður í boði skemmtidagskrá frá okkur sjálfum! nú er að byrja að hugsa eitthvað skemmtilegt ef þið viljið koma ykkur á framfæri.  Þeir sem hafa sérstakan áhuga á að koma fram talar við sinn tengilið, þeir taka glaðir á móti skemmtiatriðum (þeir tóku það sérstaklega fram í gær)

Það er einnig orðið ljóst að það er nokkuð góð þátttaka og nú þegar eru komnir um 80 manns skráðir þannig að þeir sem eru ennþá í vafa þá er ekki spurning að þetta er helgi ársins! Cool  Ef einhverjir eiga eftir að panta herbergi þá endilega drífa í því, það eru nú þegar búið að panta 7 - 9 herbergi.

Eitt í viðbót og þá held ég að flest allt sé komið sem þörf er á að upplýsa eftir fundinn í gær.  Það var tekin ákvörðun um að hver ættleggur hefði sinn lit á nafnspjöldum.  Já það var meirað segja ákveðið hvaða litur hver ættleggur ætti að hafa, þannig að þið sjáið að mikið var gert í gær!  Smile

Stefán - bleikur

Sigríður - grænt

Ragnheiður - appelsínugult

Kristbjörg - rauður

Þorbjörg - fjólublátt

Gestur - lime

Kristín - ljósbrúnt

Palli, Þorpum - ljósblátt

Nafnspjöldin eru á ábyrgð tengiliða og þeir koma þeim til ættingja sinna.

Jæja ætla að láta þetta duga í bili...og já endilega látið í ykkur heyra og þeir sem eiga eftir að skrá sig á ættarmótið þá er ennþá tími til þess. kveðja Halla


Heimasíður ættingja

það kom hérna ábending í gestabókina um að setja hér inn tengla á heimasíður ættingja ef þeir væru með einhverjar.  Það er sko komið í gagnið og leyfði ég mér að setja systkinin mín inn án þeirra leyfis LoL  en þau spjalla þá bara við mig ef ekki sátt með það! hehe já þannig að ef þið vitið um fleiri sem eru með heimasíður þá endilega látið vita og ég set tengla á það hérna inn.  Það er hægt að finna tenglana hérna aðeins neðar.  kv Halla

p.s ég er nú með fleiri slóðir spurning hvor þeir vilja að það sé sett hérna, en það er að minnsta kosti hægt að nálgast það t.d á minni síðu þar eru að minnsta kosti tveir ættingjar í viðbót.


Ennþá styttist

já það styttist ennþá í ættarmótið og það er aðeins að glæðast hérna á síðunni líka. Það eru nokkuð margar heimsóknir á dag og er gaman að sjá það. Fleiri hafa skrifað í gestabókina og er ennþá meira gaman að sjá það.  Ég er að reyna að setja hér inn skoðanakönnun, bara svona uppá grínið aðalega, prófa hvort fólk sé virkara þegar það þarf ekki að setja nafnið sitt með Cool  vona að það virki...ætla að minnsta kosti að koma því í lag í kvöld..ef mér endist tími til. En látið í ykkur heyra kveðja Halla

Pöntun á gistingu!

Það er ennþá möguleiki að panta sér gistingu fyrir ættarmótið!  Höfum tíma til 15. maí.  Þannig að ef það eru fleiri sem ætla að nýta sér þann möguleika þá endilega skella sér í að hafa samband við Hótel Eldborg. 

Það lætur enginn vita af sér hérna, ég veit um nokkra sem kíkja en það eru greinilega fleiri en þeir að kíkja hér inn sem hafa ekki látið vita af sér.  Ekki vera feimin Wink


Þátttökutilkynning!

Hvernig er staðan á þátttökutilkynningu?  Ég vil benda ættingjum mínum á að ganga frá tilkynningu til tenglanna.  Það fer að líða að næsta fundi og væri gott að það væru komnar einhverjar tölur um þátttöku áður en hann verður.  

Það þarf auðvitað ekki að minnast á það að öll skemmtiatriði eru velkomin frá ættingjum! frumlegri því betri. 

Svo að lokum endilega látið vita af ykkur!  Bendið einnig fleiri ættingjum á þessa síðu. 


skráning...

jæja er fólk búið að skrá sig í gistingu?? Ég mun hafa samband við Hótelið í næstu viku og athuga hvernig staðan er.  Eins og um var rætt er talað um 1.apríl sem lokaskráningadag á hótelið.  Annars undirbúningur er í smá lægð núna en það hlýtur að fara að líða að fundi.  Þá ættu að koma meiri fréttir Wink 

Það er hellings hreyfing hér inná síðuna, en fáir sem láta vita af sér...og það er í lagi að skrá tvisvar sinnum....ekkert sem bannar það.  Grin  Eins ef fólk vill setja inn einhverjar fréttir hérna þá er bara að láta mig vita og því verður reddað um hæl! Happy


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband