Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

skráning...

jæja er fólk búið að skrá sig í gistingu?? Ég mun hafa samband við Hótelið í næstu viku og athuga hvernig staðan er.  Eins og um var rætt er talað um 1.apríl sem lokaskráningadag á hótelið.  Annars undirbúningur er í smá lægð núna en það hlýtur að fara að líða að fundi.  Þá ættu að koma meiri fréttir Wink 

Það er hellings hreyfing hér inná síðuna, en fáir sem láta vita af sér...og það er í lagi að skrá tvisvar sinnum....ekkert sem bannar það.  Grin  Eins ef fólk vill setja inn einhverjar fréttir hérna þá er bara að láta mig vita og því verður reddað um hæl! Happy


Rólegheit

Það er nú rólegt að frétta.  Ég sé að það eru slatti heimsóknir inná vefinn og væri nú gaman ef fólk léti vita af sér. 

Ég minni á að það þarf að bóka herbergi fyrir 1.apríl næst komandi, þannig að endilega drífa sig í því Smile 

 

kv Halla


nýjar upplýsingar eftir fyrirspurn

Ég fékk fyrirspurn um hvort það væri sama verð fyrir börn og fullorðna á matnum. Ég er búin að fá svar við því og það er ekki.

verð fyrir börn 0-5 ára  Frítt

verð fyrir börn 6 - 12 ára  1500 kr.

verð fyrir 12 ára og eldri    3000 kr.

Þannig að þá er það á hreinu. 

Endilega ef það eru einhverjar spurningar þá getið þið sett þær hérna í gestabókina eða í athugasemdir og við reynum að leysa úr þeim eins og hægt er. 

kveðja Halla


Hvenær og hvar.

Þeir sem eru í undirbúningsnefnd fyrir ættarmót 2007 eru:  Lárus, Ágúst, Skúli, Ína, Sigmar og Ólafía. 

Það er komið á hreint hvar ættarmótið verður haldið og þá líka hvenær.

Staðsetning:  Hótel Eldborg (Laugargerðisskóli)

Dagsetning: 10. - 12. ágúst 2007

Þeir sem ætla að fá gistingu á herbergi þurfa að panta sér herbergi fyrir 1.apríl.  Upplýsingar um herbergin er að finna á www.hoteleldborg.is 

Við hótelið er sundlaug, einnig geta tjaldstæðagestir keypt sér morgunverð ef þeir vilja.

Endilega látið vita af ykkur í gegnum athugasemdir, gaman að vita hverjir kíkja hérna og líka ef þið eruð með heimasíðu þá væri gaman að safna þeim saman hérna.

 

kveðja Halla


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband