Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Nýjar myndir

Það eru komnar fleiri myndir frá ættarmótinu í ágúst.  Ég fékk myndir hjá Ragnheiði og Bjössa á Höfn og setti þær inná síðuna hjá mér. hér er linkur á þær: http://www.123.is/album/display.aspx?fn=hallajons&aid=412394  Endilega kíkið á þær.

Ég er ennþá að vinna í póstlistanum og biðst velvirðingar hvað þetta gengur hægt....en þetta mun koma Blush  Er að skoða hvernig þetta virkar allt saman...ekki alveg sátt með það. 

Annars er bara rólegt í ættinni að minnsta kosti hefur róast innlitið hérna inn, en vonandi er fólk nú aðeins að kíkja til að halda þessu lifandi. 

Amma Dóra hélt uppá 80 ára afmælið sitt á síðustu helgi og er hægt að skoða myndir þaðan á síðunni minni (www.123.is/hallajons) og var þetta rosalega gaman. Það mættu allir nema sonur Valdísar frænku sem býr í Noregi.

Endilega látið vita af ykkur og ef eitthvað er að gerast látið mig vita og ég kem því hérna á síðuna.  hallajons@islandia.is  

kveðja í bili Halla sem er lasin heima


Gunnar Valur

mín klikkaði núna....auðvitað fer ættin ekki að klikka á því að láta sjá sig í fjölmiðlum.  Ég meirað segja horfði á leikinn afþví að Gunni Valur var að spila...beið alltaf eftir því að sjá hann og er ég nú ekki mikið að horfa á fótbolta svona dags daglega LoL  Flottur frændi sko!  Ekki leiðinlegt að þeir skyldu vinna leikinn.  Biðst velvirðingar á því að klikka á svona stóratriði...sérstaklega þar sem ég horfði á! hehe mar getur nú verið biluð! 

póstlistinn

það eru smá byrjunarörðugleikar með póstlistann en það ætti að fara að rætast úr því fljótlega vonandi, þið verðið vör við það þegar pósturinn fer að berast.

Annars bara rólegt í ættinni, hef ekki séð neina í fjölmiðlum lengi...hvernig væri að einhver léti sjá sig þar! hehe


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband