Upplýsingar eftir nefndarfund

Þá er nefndin búin að halda fund og óhætt að segja að það hafi verið vel mætt.  Þarna voru mætt Ína, Ólafía, Lárus og Ruth, Ágúst, Sigmar og síðan mættu á fundinn Guðrún dóttir Lárusar og Kristbjörg dóttir Ágústs. (vona að ég sé nú með öll nöfnin rétt) já og ég var þarna víst líka, Halla.

Mikið var spjallað og fóru umræður reyndar um víðann völl t.d pólitíkina, ættfræði og fleira skemmtilegt.  En það voru ýmiss atriði ákveðin og ætla ég að reyna að koma þeim hérna niður og ef ég gleymi einhverju þá endilega látið mig vita og ég leiðrétti og bæti.

Ákveðið var meðal annars að:

  • ættarmótið hefst formlega á hádegi á laugardeginum 11. ágúst en fólk er hvatt til þess að mæta hress og kát á föstudagskvöldið og taka smá upphitun Halo
  • Eins og síðast þá hefst dagskráin með grillmat sem Palli Þorgeirs ætlar að útvega
  • Síðan verður einhver skipulögð dagskrá meðal annars fyrir börnin og síðan fær fólk góðan tíma til að spjalla og auðvitað kynnast nánar.
  • Það verður síðan hægt að skella sér í sund fyrir kvöldmatinn er áætlað er að hefja hann um kl 19:00 og verður í boði skemmtidagskrá frá okkur sjálfum! nú er að byrja að hugsa eitthvað skemmtilegt ef þið viljið koma ykkur á framfæri.  Þeir sem hafa sérstakan áhuga á að koma fram talar við sinn tengilið, þeir taka glaðir á móti skemmtiatriðum (þeir tóku það sérstaklega fram í gær)

Það er einnig orðið ljóst að það er nokkuð góð þátttaka og nú þegar eru komnir um 80 manns skráðir þannig að þeir sem eru ennþá í vafa þá er ekki spurning að þetta er helgi ársins! Cool  Ef einhverjir eiga eftir að panta herbergi þá endilega drífa í því, það eru nú þegar búið að panta 7 - 9 herbergi.

Eitt í viðbót og þá held ég að flest allt sé komið sem þörf er á að upplýsa eftir fundinn í gær.  Það var tekin ákvörðun um að hver ættleggur hefði sinn lit á nafnspjöldum.  Já það var meirað segja ákveðið hvaða litur hver ættleggur ætti að hafa, þannig að þið sjáið að mikið var gert í gær!  Smile

Stefán - bleikur

Sigríður - grænt

Ragnheiður - appelsínugult

Kristbjörg - rauður

Þorbjörg - fjólublátt

Gestur - lime

Kristín - ljósbrúnt

Palli, Þorpum - ljósblátt

Nafnspjöldin eru á ábyrgð tengiliða og þeir koma þeim til ættingja sinna.

Jæja ætla að láta þetta duga í bili...og já endilega látið í ykkur heyra og þeir sem eiga eftir að skrá sig á ættarmótið þá er ennþá tími til þess. kveðja Halla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband